Einhver ólýsanleg frelsistilfinning á hjólinu
Árni F. Sigurðsson er formaður Hjólreiðarfélags Akureyrar (HFA) en hjólreiðar hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Þótt margir hjóli allt árið er sumarið óneitanlega tíminn fyrir hjólreiðarfólk. Árni og eiginkona hans eiga og reka sauðfjárbú og hestaleigu í Bárðardal auk þess sem hann starfar sem tæknimaður hjá Menningarfélagi Akureyrar. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Árna sem er Norðlendingur vikunnar. „Frelsið, fyrst og fremst," segir Árni þegar spyr hann hvað sé svona heillandi við hjólreiðar. „Maður fer bara af stað og kemst næstum hvað sem er. Þetta er íþrótt sem er ólík mörgum öðrum, þar sem hjólreiðar eru líka samgöngutæki. Maður getur hjólað til og frá vinnu og oft náð æfingu dagsins á þeirri leið. Hjólreiðar er svo hægt að stunda bæði sem einstaklings- og hópíþrótt og hentar þannig bæði einförum og félagsverum...