Dömulegir dekurdagar styrktu Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis
Dömulegir dekurdagar fóru fram fyrra hluta októbermánaðar með fjölbreyttri dagskrá. Líkt og áður var áhersla lögð á að styðja við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.
Í lok mánaðar var afhentur styrkur til Krabbameinsfélags Akureyrar. Fulltrúar Dömulegra dekurdaga á Akureyri, þær Vilborg Jóhannsdóttir og Inga Vestmann afhentu félaginu alls kr. 1.400.000.- styrk á lokakvöldi í bleikum október sem fram fór 27. október á Icelandair hótel. Styrkurinn er samsettur vegna sölu á klútum, sölu á bleikum slaufum, framlagi frá fulltrúum árgangs 1966 frá fyrrum Gagnfræðaskóla Akureyrar og Katrín Káradóttir eigandi verslunarinnar Kistu í Hofi afhenti afrakstur sölu á notuðu kjólunum.