Dagur íslenskrar tungu

Jónas Hallgrímsson.
Jónas Hallgrímsson.

Sérstök dagskrá verður á hátíðarsal Háskólans á Akureyri kl. 16.15 í dag í tilefni af degi íslenskrar tungu, fæðingardegi listaskáldsins góða Jónasar Hallgrímssonar. Dagskráin er í boði Menningarfélags Hrauns í Öxnadal og Háskólans á Akureyri.

Þórhildur Örvarsdóttir flytur lög við ljóð Jónasar við undirleik Helgu Kvam

Arnar Már Arngrímsson, sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016 í flokki barna- og unglingabóka, les upp úr verðlaunabók sinni "Sölvasaga unglings"

Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir kennari, þjóðfræðinema og skáld, flytur erindið "Mér var þetta mátulegt" - um ást og eftirsjá í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar

Léttar kaffiveitingar verða í boði og allir velkomnir.

Nýjast