Chicago vann tvenn verðlaun á Grímunni og hlaut alls 7 tilnefningar!

Björgvin Franz Gíslason leikari var valinn söngvari ársins á Grímunni, íslensku sviðslistaverðlaununum,  sem haldin var við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Verðlaunin hlaut Björgvin fyrir söng í hlutverki sínu sem Billy Flynn í söngleiknum Chicago, sem frumsýndur var í Samkomuhúsinu í byrjun árs og gekk fyrir fullu húsi fram á vor.  Danshöfundurinn Lee Proud hlaut einnig verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins fyrir Chicago.

 „Við erum stolt og meir yfir glæsilegri uppskeru á Grímunni. Chicago er okkar langstærsta sýning til þessa og verðlaunin og tilnefningar mikil viðurkenning á okkar starfi. Þessi hvatning og viðtökur áhorfenda sýna að við erum á réttri leið." segir Marta Nordal leikhússtjóri LA og leikstjóri Chicago.

Frá þessu er sagt á heimasíðu MAk.

Nýjast