Tónleikaröðin Sérfræðingar að Sunnan! heldur áfram

Tónleikaröðin Sérfræðingar að Sunnan! hófst í september með tónleikum kimono og Buxnaskjónum. Tónleikar í SAS! verða mánaðarlega í vetur og fara fram á sviðinu í Hofi. Fimmtudaginn 17. október munu sérfræðingarnir í LEGEND koma fram og mun norðlenska sveitin Mafama sjá um upphitun. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 en sviðið opnar fyrir gesti kl. 20. Miðaverð er 2.000 kr en námsmenn fá 25% afslátt.

Nýjast