Sinfoníuhljómsveit Færeyja á Akureyri
Sinfoníuhljómsveit Færeyja heldur tónleika í Hofi á Akureyri á mánudaginn. Stjórnandi er Bernharð Wilkinsson og einleikari á pianó er Pavel Raykerus frá Rússlandi. Sinfoníuhljómsveit Færeyja heimsækir Ísland er 30 ára og heimsækir Ísland í tilefni tímamótanna. Tónleikar verða haldnir í Hofi og í Hörpu í Reykjavík.
Efnisskrá
Sunleif Rasmussen (1961) - Veitsla
Pjotr Tjækovskí (1840-1893) - Píanókonsert nr. 1
Edward Elgar (1857-1934) - Enigma tilbrigðin