Sigmundur Davíð vill sjá B-lista sem víðast
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hvatti flokksfólk í ræðu á kjördæmisþingi flokksins í Norðausturkjördæmi til að bjóða fram B-lista sem víðast í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Áður en við komum að þeim kosningum, þarf að vera kominn fram sýnilegur og áþreifanlegur árangur af starfi ríkisstjórnarinnar. Áætlanir gera ráð fyrir að svo verði, þannig að ég er mjög bjartsýnn á góðan árangur okkar í komandi kosningum. Hefjum nú þegar kosningabaráttuna, endurtökum leikinn frá síðustu kosningum og byrjum snemma, sagði Sigmuundur Davíð.