Ólafur Jónsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs

Ólafur Jónsson
Ólafur Jónsson

Ólafur Jónsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í bæjarstjórnarkosningum á næsta ári. Ólafur hefur átt sæti í bæjarstjórn frá ársbyrjun 2010 og tók við oddvitahlutverki hjá Sjálfstæðisflokknum á Akureyri í kjölfar sveitarstjórnarkosninga í maí 2010, en áður hafði hann verið varabæjarfulltrúi 2006-2010.

Ólafur kynnti stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri ákvörðun sína á fundi í gærkvöldi og hefur nú sent frá sér yfirlýsingu, sem sá má hér.

 

Nýjast