Ljósabúnaður oft í ólagi

Nauðsynlegt er að hafa ljósin í lagi
Nauðsynlegt er að hafa ljósin í lagi

Lögreglan á Akureyri hefur stöðvað fjölda ökumanna undanfarna daga þar sem ljósabúnaður bifreiða er ábótavant.

Lögreglan hvetur  ökumenn til að huga vel að ljósabúnaði áður en ekið  er af stað. „Oft vita ökumenn ekki af því að perur séu bilaðar, t.d. að aftan og því er gott ráð að kveikja ljós og ganga í kringum bílinn og athuga ástand ljósabúnaðarins.,“ segir lögreglan, sem minnir einnig á endurskinsmerkin í rökkrinu.

throstur@vikudagur.is

Nýjast