Kjarnafæði gefur Sjúkrahúsinu á Akureyri 300 þúsund

ólafur Már Þórisson og Bjarni Jónasson/mynd Karl Eskil
ólafur Már Þórisson og Bjarni Jónasson/mynd Karl Eskil

„Við seldum pylsur og gos á matvælasýningunni Matur-Inn um síðaustu helgi og stilltum verðinu mjög í hóf. Sýningargestir tóku þessu afar vel og öll fjárhæðin rennur til Sjúkrahússins á Akureyri, auk þess sem hægt var að leggja til frjáls framlög, “ segir Ólafur Már Þórisson sölustjóri Kjarnafæðis. Hann afhenti Bjarna Jónassyni forstjóra sjúkrahússins í gær 300 þúsund krónur. „Gjafasjóður sjúkrahússins er rýr um þessar mundir, þar sem nýtt röntgentæki var keypt í sumar fyrir nærri 70 milljónir króna og okkar er ánægjan að styrkja sjóðinn.“

Bjarni Jónasson forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri tók á móti gjöfinni með þökkum.Hann sagði að gjafasjóðurinn hefði sannað mikilvægi sitt á unanförnum árum.

Nýjast