Íslensk verðbréf stofna nýjan sjóð
Íslensk verðbréf í samvinnu við Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV og RU ráðgjöf hafa nú lokið fyrsta áfanga fjármögnunar á nýjum fagfjárfestasjóði. Sjóðurinn heitir Veðskuldabréfasjóður ÍV og mun fjárfesta í skuldabréfum sem tryggð eru með veði í tekjuberandi atvinnu- og íbúðarhúsnæði.
Nú þegar hefur verið aflað skuldbindinga fyrir um 7 milljarða króna í sjóðinn og eru fjárfestar flestir af helstu lífeyrissjóðum landsins. Um fagfjárfestasjóð er að ræða sem Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV mun reka og er þetta annar veðskuldabréfasjóðurinn í rekstri félagsins.
Sjóðurinn mun fjárfesta í skuldabréfum sem tryggð eru með veði í atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Sjóðurinn tekur formlega til starfa í ársbyrjun 2014. Viðtökur fjárfesta hafa verið góðar og enn er möguleiki fyrir áhugasama að bætast í hópinn, segir í tilkynningu.