Hvít jörð fyrir norðan

Í dag verður norðaustan 5-13 m/s á Norðurlandi eystra og hvassast á annesjum, rigning eða slydda. Hiti verður á bilinu 0-4 stig. Mjög víða er snjóþekja eða éljagangur. Á heiðum er krapi eða sjóþekja og er verið að moka heiðar, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Á Akureyri snjóaði í nótt, þannig að ökumenn þurfa að gæta varúðar.

Meðfylgjandi mynd var tekin í miðbænum á Akureyri í morgun.

Nýjast