Hugrekki í Hrísey
Í Hrísey hefur nú verið opnuð félagsráðgjafarstofa sem eingöngu býður upp á ráðgjöf með samskiptum í gegnum netið og síma, þ.e. tölvupóst, skype-viðtöl og símaviðtöl. Þetta meðferðarform er þekkt erlendis og kallast "online counselling" þar sem meðferðaraðili og skjólstæðingur gera með sér samning um samvinnu í formi netsamskipta og/eða símaviðtala.
Stofan heitir "Hugrekki Ráðgjöf og fræðsla" og er boðið upp á alla almenna félagsráðgjöf en stofan sérhæfir sig í ráðgjöf við þolendur hvers kyns ofbeldis og aðstandendur þeirra, auk þess sem boðið er upp á fræðslu fyrir hópa sem vilja auka þekkingu sína á málaflokknum.
Stofnandi og eigandi Hugrekkis er Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi en hún hefur lengi unnið með þolendum ofbeldis. Í störfum sínum og í samtölum við aðra sem sinna þjónustu við þolendur ofbeldis hefur komið fram að mikil þörf er á bættri þjónustu við þá sem ekki eiga auðvelt með að nýta sér þau úrræði sem standa til boða. Nánar á heimasíðu Akureyrarbæjar