Hjálmurinn bjargaði

Ekið var á dreng á reiðhjóli við Höfðahlíð á Akureyri í gær. Það varð drengnum til happs að vera með hjálm á höfðinu sem lögreglan á Akureyri segir hafa bjargað miklu. Pilturinn hjólaði í veg fyrir bifreið sem skall á honum og féll hann við það í götuna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu slapp drengurinn með bólgur í andliti og eymsli í hendi og í baki. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl.

throstur@vikudagur.is

Nýjast