Hæglætis veður
Á Norðurlandi verður austan gola og skýjað með köflum í dag og hiti á bilinu 0 til 8 stig.Meðfylgjandi mynd var tekin í Glerárhverfi á Akureryi í morgun.
Veðurhorfur á landinu öllu næstu daga:
Á þriðjudag:
Austan 8-13 m/s syðst, annars hægur vindur. Víða léttskýjað, en skýjað A-til og einnig við NV-ströndina. Hiti 3 til 10 stig að deginum.
Á miðvikudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s. Skúrir eða él N- og A-lands, en léttskýjað á SV-verðu landinu. Kólnandi veður.
Á fimmtudag:
Hæg austlæg átt og bjart með köflum, en smáskúrir eða slydduél SV- og V-lands. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst, en vægt frost á NA- og A-landi.
Á föstudag og laugardag:
Hæg breytileg átt, en austan 5-10 m/s við S-ströndina. Léttskýjað á S-verðu landinu, en skýjað fyrir norðan og dálítil rigning eða slydda við ströndina. Úrkomulítið á laugardag. Hiti 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost í innsveitum NA-lands.
Á sunnudag:
Norðaustanátt og él N- og A-lands, en léttskýjað syðra. Kalt í veðri.