Fjölmenni á matvælasýningu

Sýningin MATUR-INN 2013 hófst Íþróttahöllinni á Akureyri í gær, en henni lýkur í dag. Sýningin er haldin í sjötta sinn en hún er haldin á tveggja ára fresti. Síðast sóttu hana hátt í 15 þúsund manns á tveimur sýningardögum.  Aðgangur að sýningunni er ókeypis og eins og sá má á meðfylgjandi myndum var fjöldi fólks á sýningunni í dag.

 Fjölbreyttur sýnendahópur

Að sýningunni stendur félagið Matur úr Eyjafirði en sýnendur eru bæði af Eyjafjarðarsvæðinu og víðar af Norðurlandi, sem og af Austurlandi. Þungamiðjan í sýningunni er norðlensk matarmenning og matreiðslaeins og hún gerist best. Sýnendahópurinn er fjölbreyttur en þar er að finna framleiðslufyrirtæki, veitingafyrirtæki, bændur, drykkjarvöruframleiðendur, þjónustufyrirtæki við matvælaiðnað og þannig mætti áfram telja. Auk hefðbundinna bása er á sýningunni svæði bjórframleiðslufyrirtækja og markaðstjald smáframleiðenda þar sem meðal annars má fá glænýjar og ljúffengar sultur, grænmeti beint úr garðinum og margt fleira.

Meðfylgjandi myndir tók Karl Eskil Pálsson.

Nýjast