Fær hugmyndir úr ólíkustu áttum

Rithöfundurinn Elí Freysson hefur sent frá sér nýja bók sem nefnist Kallið. Líkt og fyrri bækur hans er sagan drungaleg fantasía en þetta er þriðja bók Elís á jafn mörgum árum . „Ég fæ hugmyndir úr ólíkustu áttum. Úr bókum, bíómyndum og teiknimyndasögum eða bara úr eigin hugarheimum. Mér finnst gaman að láta persónurnar í sögunum ganga í gegnum ýmsa erfiðleika og þar af leiðandi er þessi heimur frekar myrkur,“ segir Elí.

Nýja bókin hans fjallar í stuttu máli um kvenhetjuna Kötju sem hefur alltaf vitað innra með sér að hún sé öðruvísi en aðrir. Hún finnur hvöt til þess að leita uppi átök og ævintýri og þegar ófreskja ræðst á þorpið hennar gerir hún sér grein fyrir að hún fæddist með mátt og skyldu til þess að berjast gegn illum öflum.

throstur@vikudagur.is

 

 

Nýjast