Evrópskar bíómyndir
Evrópskir kvikmyndadagar hefjast á morgun en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin á Akureyri. Það er kvikmyndaklúbburinn KvikYndi sem stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við Evrópustofu, Sambíó Akureyri og Bíó Paradís. Opnunarmynd hátíðarinnar er hin marg verðlaunaða mynd The Broken Circle Breakdown sem sýnd verður í Nýja bíó kl. 20:00 annað kvöld.
Evrópskir kvikmyndagerðarmenn eru fremstir meðal jafningja í hinum fjölbreytilega heimi kvikmyndanna og við erum afar stolt af því að geta boðið Akureyringum að sjá nokkrar af nýjustu og ferskustu evrópsku myndunum. Það verða fjórar myndir sýndar er brot af því besta frá Evrópsku kvikmyndahátíðinni sem haldin var í Bíó Paradís fyrir skömmu, segir í tilkynningu.
Hinar myndirnar þrjár verða sýndar yfir helgina kl. 18:00, föstudag, laugardag og sunnudag. Nánari upplýsingar um dagskrá Evrópskra kvikmyndadaga má finna á vef KvikYndis. Aðgangur er ókeypis inn á allar myndir á hátíðinni.