Ertu ungskáld ?

Sigurhæðir á Akureyri/mynd Ragnar Hólm
Sigurhæðir á Akureyri/mynd Ragnar Hólm

Ungskáldum á Akureyri býðst nú að taka þátt í samkeppni um besta ritaða textann, svo sem ljóð, sögur, leikrit eða annað. Áhugasöm ungskáld eiga að senda textann sinn á rafrænu formi á netfangið ungskald@akureyri.is ásamt upplýsingum um sjálf sig og fær einn heppinn þátttakandi 50.000 kr. í verðlaun.

Ungskáldin skulu vera á aldrinum 16-25 ára.Síðasti skiladagur er 1. november.

Samkeppnin er samvinnuverkefni Amtsbókasafnsins, Akureyrarstofu, Hússins upplýsinga- og menningramiðstöðvar í Rósenborg, Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri.

Nýjast