Borgardætur á Græna hattinum

Borgardætur stíga á svið á Græna hattinum í kvöld þar sem þær Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir skemmta áhorfendum. Dæturnar fagna 20 ára afmæli um þessar mundir og munu leika sínar helstu perlur auk þess að fara með gamanmál á milli laga. Tvennir tónleikar verða í kvöld, kl. 20:00 og 23:00. Á morgun er það rokkhljómsveitin Dimma sem heldur tónleika og flytur lög af plötu þeirra Myrkraverk. Platan hefur selst vel og fengið lofsamlega dóma. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00.

Nýjast