Bardagaklúbbur þjálfar sérsveitina á Akureyri
Bardagaklúbburinn Fenrir á Akureyri er sívaxandi félag sem leggur áherslu á alhliða líkamsþjálfun og bardagalistir af ýmsu tagi. Þar æfa nú reglulega um 100 manns en Fenrir býður m.a. upp á hnefaleika, Muay Thai, Kickbox, Brazilian Jiu Jitsu og MMA. Ingþór Örn Valdimarsson er þjálfari.
Fenrir tók nýlega að sér að þjálfa sérsveitina á Akureyri, en hana skipa fjórir lögreglumenn. Þeir geta lent í allskyns hættulegum aðstæðum þar sem þeir þurfa að geta varið sig. Við förum með þeim í gegnum undirstöðu atriðin í bardagalistum. Við erum í nánu samstarfi við Mjölni fyrir sunnan sem þjálfar sérsveitina þar. Það hefur reynst vel og því var ákveðið að prófa þetta hérna fyrir norðan. Þetta var langt ferli en ég tel að þjálfun sem sérsveitamenn fá bæði hjá okkur og Mjölni geti nýst þeim í starfi við óvæntar aðstæður og veitt þeim aukið öryggi.
throstur@vikudagur.is
Nánar er rætt við hann í prentútgáfu Vikudags