Annríki á dekkjaverkstæðum

Biðraðir mynduðust í morgun við dekkjaverkstæðin á Akureyri, enda gerir veðurspáin ráð fyrir snjókomu í vikunni. Á miðvikudaginn er búist við norðan hvassviðri með snjókomu NV- til á landinu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á dekkjaverksæði Hölds á Akureyri í morgun, þar var mikið að gera. "Þetta er törn, en við erum vanir, þannig að þetta gengur vel," sagði starfsmaður Hölds sem var að setja nagladekk undir fólksbíl.

Nýjast