Björn Snæbjörnsson heiðurfélagi Einingar-Iðju

Fyrsta verk nýkjörins formanns félagsins, Önnu Júlíusdóttur, var að sæma Björn Snæbjörnsson gullmerk…
Fyrsta verk nýkjörins formanns félagsins, Önnu Júlíusdóttur, var að sæma Björn Snæbjörnsson gullmerki Einingar-Iðju á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrr í kvöld. Að því loknu tilkynnti Anna jafnframt að stjórn félagsins hefði ákveðið að gera Björn að heiðursfélaga Einingar-Iðju. Mynd Eining - iðja

Fyrsta verk nýkjörins formanns félagsins, Önnu Júlíusdóttur, var að sæma Björn Snæbjörnsson gullmerki Einingar-Iðju á aðalfundi sem fram fór fyrr í kvöld. Að því loknu tilkynnti Anna jafnframt að stjórn félagsins hefði ákveðið að gera Björn að heiðursfélaga Einingar-Iðju. Fundargestir risu úr sætum og hylltu Björn vel og lengi.

Anna sagði við tilefnið að hún gæti haldið langa ræðu um störf Bjössa fyrir félagið en hún hefði ákveðið að segja bara örfá orð því það væri nógu erfitt fyrir hana ,,Björn gegndi embætti formanns Einingar-Iðju frá árinu 1999 og Verkalýðsfélagsins Einingar þar á undan frá árinu 1992, eða samtals í 31 ár. Hann sat sem meðstjórnandi í stjórn Einingar árin 1982 til 1986 og sem varaformaður frá árinu 1986. Árin í stjórn félagsins voru því orðin 41 þegar hann hætti formennsku rétt áðan. Björn hóf störf á skrifstofu félagsins ári eftir að hann settist fyrst í stjórn en hann mun starfa áfram hjá okkur til 31. október nk. Björn hefur setið í fjölmörgum ráðum, nefndum og stjórnum fyrir hönd félagsins."

Frá þessu segir á heimasíðu félagsins.

 

Nýjast