Dagskráin 18.desember - 8.janúar 2025
Bjargaði tveimur kindum úr Grænalæk
Sveinn Arnarsson, búsettur á Akureyri, lenti í heldur óvenjulegum aðstæðum um verslunarmannahelgina þegar hann kom tveimur kindum til bjargar sem voru komnar í sjálfheldu í Grænalæk sem fellur í Mývatn. Þetta atvikaðist þannig að ég og unnusta mín tókum smá bíltúr og ákváðum að skoða Mývatn. Við keyrum suður fyrir vatnið en þegar við erum að keyra yfir brúna hjá Grænalæk sjáum við að vestan megin við ána eru um fimmtán kálfar að atast í tveimur rollum. Hinu megin við ána eru svo um tíu rollur en þessir kálfar hafa att kindunum tveimur ofan í ána og þær voru þarna fastar. Þá voru góð ráð dýr og annaðhvort að láta kindurnar drukkna eða hjálpa þeim upp á bakkann, segir Sveinn, sem valdi síðari kostinn.
Djúpt í mér er Framsóknargen og bóndinn kom upp í mér við sjá þetta. Það var aldrei efi hjá mér að koma þeim til bjargar. Þær voru sem betur fer vel hyrndar kindurnar og ég náði því góðu taki á þeim og tókst að hífa þær þannig upp úr ánni. Þetta voru smá átök en alveg þess virði, segir Sveinn. Hann fékk mikið lófaklapp fyrir þar sem rúta sem var full af ferðamönnum og átti leið hjá og fylgdist með.
Þessir ferðamenn hvöttu mig áfram og ég gerði þetta eiginlega undir dynjandi lófaklappi frá þýskum túristum. Þeir hafa kannski hugsað sem svo að svona eyðum við Íslendingar verslunarmannahelginni, segir Sveinn léttur í bragði að lokum.