20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Beate Stormo eldsmiður og bóndi í Kristnesi Hrærð yfir jákvæðum viðbrögðum
„Það er góð tilfinning að hafa lokið þessu verki,“ segir Beate Stormo eldsmiður og bóndi í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit, en hefur undanfarin tvö ár verið önnum kafin við að smíða risakúnna Eddu, sem verður nýtt kennileiti í sveitinni sem er eitt helsta framleiðsluhérað mjólkur hér á landi. Kýrin er 3 metrar á hæð, 5 á lengd og 140 á breiddina.
Beate segir að verkið hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð og hún sé hrærð yfir því hve fólk hafi tekið verkinu vel og hrósað smíðinni. „Kýr eru fallegar skepnur, hver og ein hefur sinn karakter og þær eiga líka langa sögu með mannfólkinu, nánast frá upphafi vega og eiga líka sínar sterku rætur í norrænni goðafræði. Það er því svolítið leiðinlegt hvað margir eru farnir að níða kúnna niður. Mitt mat er að kýrin sé stórbrotin skepna og ég vildi umfram allt skapa fallega kú.“