Auto fær frest til að ljúka tiltekt

Auto ehf. Setbergi Svalbarðsströnd fær frest til 1. október næstkomandi til að ljúka tiltekt á lóð s…
Auto ehf. Setbergi Svalbarðsströnd fær frest til 1. október næstkomandi til að ljúka tiltekt á lóð sinni Mynd Vbl.

Fyrirtækið  Auto ehf. Setbergi Svalbarðsströnd fær frest til 1. október næstkomandi til að ljúka tiltekt á lóð sinni. Verði ekki brugðist með fullnægandi hætti við tilmælum um tiltekt íhugar Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra að beita dagsektum þar til úr verður bætt.

Fyrirtækinu var í júní í sumar veittur frestur til 1. Ágúst til að ljúka hreinsun á lóðinni að Setbergi, m.a. að fjarlæga bíla og aðra lausamuni sem blasa við frá þjóðvegi.

Spilliefni og ummerki um olíumengun í jarðvegi

Við skoðun á lóðinni þann 2. september sl. kom í ljós að hreinsun var ekki lokið. Innan lóðarinnar er enn mikið magn ökutækja, hjólbarða, véla og vélahluta í afar misjöfnu ástandi. Þar mátti einnig sjá spilliefni á borð við rafgeyma og víða innan lóðarinnar voru ummerki um olíumengun í jarðvegi. Fyrirhuguð áform um upphreinsun á lóðinni hafa ekki gengið eftir en aðeins eitt bílhræ var komið í gám sem staðið hefur á lóðinni frá því í júní.

Heilbrigðisnefndin samþykkti að áminna fyrirtækið vegna brota er varða umgengni og þrifnað utanhúss á starfsvæði nefndarinnar og vegna brots á reglugerð um meðhöndlun úrgangs.

Nýjast