Aukning í sjúkraflugi á fyrri hluta árs

Fleiri sjúkraflug hafa verið nú á fyrri hluta þessa árs miðað við sama tíma i fyrra  Mynd  Slöikvili…
Fleiri sjúkraflug hafa verið nú á fyrri hluta þessa árs miðað við sama tíma i fyrra Mynd Slöikvilið Ak.

Aukning hefur orðið í sjúkraflugi á fyrri hluta þessa árs samanborið við sama tímabil árið á undan. Alls var frá byrjun janúar til júní loka í fyrra farið í 376 sjúkraflug  með 413 sjúklinga. Á sama tímabili í eru flugin orðin 425 talsins með 464 sjúklinga.

Gestur Þór Guðmundsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Akureyrar segir að um eðlilega aukningu sé að ræða og óþarfi að draga of miklar ályktanir af fjölgun sjúkrafluga, þau tengist ekki neinum sérstökum viðburðum eða aðstæðum. „Það er augljóst af þessum tölum að ferðamennskan er að fara á nokkuð flug eftir heimsfaraldurinn og það er ánægjulegt. Það hefur mikið verið að gera á þeim vettvangi á Norðurlandi í allan vetur og aukning þegar líður á sumarið,“ segir Gestur Þór

Hann segir að einnig sé aukning þegar kemur að verkefnum sjúkrabíla. Á fyrri hluti árs í fyrra voru skráð 1506 verkefni hjá sjúkrabílum Slökkviliðs Akureyrar en voru nú í ár orðin 1631 í allt.

Tvö tilboð í sjúkraflug

Ríkiskaup opnuðu á dögunum ný tilboð í sjúkraflug á landinu og bárust tvö. Mýflug sem hefur verið með verkefnið bauð 889.110.000 krónur. Tilboð frá Norlandair var lægra, 775.470.929, en kostnaðaráætlun var upp á 857.824.495. Í útboðinu var gert ráð fyrir útvíkkun á starfsemi frá því sem verið hefur undanfarin ár og mun þjónusta sjúkraflugs nú ná til alls landsins í stað norðursvæðis og Vestmannaeyja líka og verið hefur undanfarin ár.

Nýjast