Auglýst eftir nýjum leigutaka fljótlega eftir áramót

„Við ákváðum að slíta samningnum við einkahlutafélagið Veitingar um leigu á kaffihúsinu í Lystigarðinum og fólum framkvæmdastjóra og bæjarlögmanni að ganga endanlega frá uppgjöri og því verki á að vera lokið,“ segir Oddur Helgi Halldórsson formaður stjórnar Fasteigna Akureyrar.

Að Veitingum ehf. standa Sigurður Guðmundsson bæjarfulltrúi Bæjarlistans og Njáll Trausti Friðbertsson varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem höfðu í september óskað eftir viðræðum um slit á leigusamningnum.

„Þótt leigan hafi verið gerð upp, skaðast bærinn fjárhagslega. Húsið kemur væntanlega til með að standa autt í einhvern tíma, sem þýðir að leigutekjur skerðast. Fljótlega eftir áramót verður auglýst eftir nýjum leigutaka og ég vona auðvitað að viðbrögðin við þeirri auglýsingu verði jákvæð,“ segir Oddur Helgi Halldórsson.

karleskil@vikudagur.is

Nýjast