20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Annað húsið fimm hæðir hitt sjö hæðir
Meirihluti skipulagsráðs hefur lagt til breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðina við Viðjulund 1 á Akureyri. Þar voru uppi hugmyndir um að byggja tvö 6 hæða hús.
Breytt tillaga hefur verið lögð fram, áfram er gert ráð fyrir tveimur byggingum á svæðinu en í stað tveggja 6 hæða húsa gerir ráð fyrir að önnur byggingin verði 5 hæðir og hin 7 hæðir. Lagt er til að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa á auglýsingatíma tillögunnar.
Tveir fulltrúar í skipulagsráði, Hilda Jana Gísladóttir, S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bókuðu á fundinum að þær hefðu efasemdir um að 7 hæða hús væri heppilegt á þessum reit.
,,Öfgafull full mynd um þéttingar byggaðar”
Jón Hjaltason óflokksbundinn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Hann lagði fram bókun;
„Augljóst er að áform um byggingu tveggja fjölbýlishúsa, fimm og sjö hæða, á lóð Viðjulundar 1 ganga í berhögg við byggingarlistastefnu bæjarins. Þar segir meðal annars um nýbyggingar: „Byggingin sé í góðu samræmi við nánasta manngert og náttúrulegt umhverfi [...] og falli vel inn í umhverfi og götumynd.“ Með öðrum orðum, það kann aldrei góðri lukku að stýra að byggja mjög mishátt í þéttri byggð. Vindafar breytist og lífsgæði skerðast. Þá má velta fyrir sér hvort fjölbýlishúsin sem hér um ræðir séu ekki enn eitt dæmið um þá öfgafullu mynd sem þétting byggðar er að taka á sig í okkar fallega bæ.