Alþjóðlegur dagur ljósmæðra

Ljósmæður á SAk á góðri stundu   Mynd SAk
Ljósmæður á SAk á góðri stundu Mynd SAk

Á heimasíðu SAK er sagt frá því að alþjóðlegur dagur ljósmæðra sé í dag 5. maí en markmið dagsins er að vekja athygli um heim allan á því mikilvæga starfi sem ljósmæður sinna.

,,Hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri starfar flottur og öflugur hópur ljósmæðra sem vinna frábært og ómissandi starf segir á heiðasíðunni
Við óskum ljósmæðrum á SAk sem og á landinu öllu til hamingju með daginn og þökkum fyrir ykkar frábæra og mikilvæga starf" segir í fyrrnefndri færslu.

Í framhaldi af þessu má segja frá því að fyrstu þrjá mánuði þessa árs fæddust á SAk 86 börn en á sama tíma í fyrra voru fæðingar 113.

Nýjast