6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Alls sóttu 17 um stöðu sveitarstjóra Norðurþings
Í meirihlutasamkomulagi B-lista og D-lista í sveitarstjórn Norðurþingi var kveðið á um að sveitarstjóri yrði ráðinn á faglegum forsendum. Auglýst var eftir sveitarstjóra og umsóknarfrestur rann út 26. júní sl. Alls sóttu 17 einstaklingar um stöðuna en 5 umsækjendur drógu umsókn sína til baka.
Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti B-lista sagði í samtali við Vikublaðið að hann fagnaði því hversu margir sýndu stöðunni áhuga og það yrði vandað vel til verka við ráðninguna.
Aðspurður um hvort hann hafi átt von á svo mörgum umsækjendum sagði hann að það hafi ekki þurft að koma á óvart. „Það er ánægjulegt að fólk sýni okkur áhuga og ástæða til að þakka fyrir það,“ sagði hann og bætti við að nýr sveitarstjóri verði kynntur á allra næstu dögum.
Umsækjendur eru í stafrófsröð:
Bergþór Bjarnason - Fjármálastjóri
Elías Pétursson - Fyrrv. bæjarstjóri
Glúmur Baldvinsson - Leiðsögumaður
Gyða Björg Sigurðardóttir - Ráðgjafi
Helgi Jóhannesson - Lögmaður
Ingvi Már Guðnason - Verkstjóri
Jónas Egilsson - Fyrrv. sveitarstjóri
Katrín Sigurjónsdóttir - Fyrrv. sveitarstjóri
Óli Valur Pétursson - Fjölmiðlafræðingur
Sigurjón Benediktsson - Tannlæknir
Sædís Guðmundsdóttir - Meistaranemi
Valdimar O. Hermannsson - Fyrrv. bæjarstjóri