Akureyri – Snjó mokað af götum og gangstígum fyrir uþb 105 milljónir króna fyrstu þrjá mánuði ársins.

Við viljum að allar götur og stígar séu okkur fær alltaf en það kostar helling.    Mynd úr safni.
Við viljum að allar götur og stígar séu okkur fær alltaf en það kostar helling. Mynd úr safni.

Kostnaður Akureyrarbæjar við snjómokstur er mikill.  Mikið er lagt upp úr því að ryðja snjó af götum bæjarins, ekki síst strætisvagnaleiðum, tengibrautum og gönguleiðum til og frá skóla enda brýn nauðsýn á.

Þessar aðgerðir eru kosta þó auðvitað sitt  og samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra fjársýslusviðs nam upphæðin tæpum 105 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði þessar árs.  Til samanburðar  þó auðvitað stjórnist þessi upphæð verulega af tíðarfarinu þá var tæpum 63 milljónum varið í mokstur á sama tímabili í fyrra  og árið 2021 92  milljónum króna.

 

Nýjast