Akureyri mætir Haukum

Mynd/Sævar Geir.
Mynd/Sævar Geir.

Þegar fimm umferðum er lokið í Olís-deild karla í handknattleik er Akureyri í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, jafnmörg stig og Valur sem er sæti ofar á betri markatölu. HK er á botninum með eitt stig en FH er á toppnum með sjö stig. Akureyri mætir Haukum á heimavelli í kvöld kl. 19:00 en Haukar er í öðru sæti deildarinnar með sex stig.

Akureyri tapaði fyrir Val á útivelli sl. helgi, 26-21, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Vladimir Zejak var markahæstur í liði norðanmanna með sex mörk og Valþór Guðrúnarson skoraði fimm mörk. Hjá Val var Finnur Ingi Stefánsson markahæstur með átta mörk en Guðmundur Hólmar Helgason skoraði sjö mörk gegn sínum gömlu félögum í liði Akureyrar.

 

 

 

 

Nýjast