Akureyri, bærinn okkar

Laugardaginn 3. nóvember kl. 16:00  verður formleg opnun á ljósmyndasýningunni, „Akureyri bærinn okkar“ í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar sýna 25 félagar úr Áhugaljósmyndaraklúbbi Akureyrar myndir sem teknar eru á 150 ára afmælisári Akureyrar sem er á þessu ári. Mikill metnaður hefur verið lagður í þessa sýningu, bæði af þeim sem eiga myndir á henni og svo hjá þeim sem komu að framkvæmd hennar. Myndirnar verða til sýnis fram til 27. janúar 2013.

Nýjast