Akureyrarflugvöllur ekki álitlegur að mati Rayanair

Forsvarsmenn stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, Rayanair,  hafa skoðað flug til Keflavíkur og Akureyrar, en lág flugvallargjöld eru forsenda fyrir nýjum áfangastöðum hjá Ryanair.

Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, segir að nokkur erlend flugfélög hafi skoðað áætlunarflug hingað til lands undanfarið. Þar á meðal forsvarsmenn Ryanair. Hún segir þá hafa athugað flug til Keflavíkur og Akureyrar en kostnaðurinn í Keflavík hafi staðið í þeim. Elín bendir á að Ryanair sé vant því að fá mikinn stuðning frá flugvöllum og ferðamálayfirvöldum en hvorki Isavia né íslensk ferðamálayfirvöld hafa getað boðið slíkt.

Erfitt aðflug á Akureyrarflugvelli varð hins vegar til þess að sá kostur var ekki talinn álitlegur hjá stjórnendum Ryanair. Þetta kemur fam á turisti.is

Ryanair er eitt stærsta flugfélag Evrópu og flytur árlega um áttatíu milljón farþega. Í flota félagsins eru rúmlega þrjú hundruð Boeing flugvélar.

Nýjast