Akureyrarbær vill selja Norðurorku fráveitu bæjarins

Höfuðstöðvar Norðurorku á Akureyri
Höfuðstöðvar Norðurorku á Akureyri

Bæjarráð Akureyrar vill selja Norðurorku fráveitukerfi bæjarins og skipaði ráðið í dag nefnd til að vinna að málinu. Akureyrarbær er langstærsti eigandi Norðurorku. Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi vonar að viðræðum ljúki fyrir áramót. Hann vill ekki gefa upp hugsanlegt söluverð. „Það er hins vegar ljóst að ýmsar rauðar tölur í bókhaldi bæjarins verða svartar eftir söluna.“

Fráveitan sér meðal annars um skólpkerfi bæjarins.

 

Nýjast