20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Áframhaldandi framkvæmdir við Kaupvangsstræti
Endurgerð gönguleiðarinnar yfir Kaupvangsgilið, austan við Kaupvangstorgið (það sem er í daglegu tali stundum kallað KEA-hornið), lauk í síðustu viku. Vegna hátíðarhalda helgarinnar var hlé gert á framkvæmdum en nú er verkið hafið að nýju. Að þessu sinni er það gönguleiðin vestan torgsins sem tekin er upp og endurnýjuð (rauða svæðið á meðfylgjandi skýringarmynd).
Vegna verksins er nauðsynlegt að loka alveg fyrir umferð akandi. Vonir standa til að þessi hluti verksins gangi jafn hratt og vel fyrir sig eins og fyrri áfangar. Stefnt er að verklokum áður en Pollamót Þórs og N1-mót KA hefjast.
Þá styttist mjög í að endurgerð hefjist á Kirkjutröppunum. Mun þá þurfa að loka hluta gangstéttarinnar að sunnan í Gilinu (frá Hótel KEA og upp að fornbókaversluninni Fróða). Þessi framkvæmd hefur svo aftur áhrif á hvenær er heppilegt að fara í gangstéttina að norðanverðu (bláa svæðið á myndinni). Því gangstéttin að norðanverðu verður nýtt sem hjáleið á meðan. Nánarari upplýsingar verða gefnar þetta síðar.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi athafnasemi kann að hafa í för með sér.
Það er www.akureyri.is sem flytur þessa frétt fyrst.
Frá vettvangi Mynd www.akureyri.is