Ævisaga Helenu Eyjólfs að koma út
Á næstu dögum kemur út bókin Gullin ský Ævisaga Helenu Eyjólfsdóttur eftir Óskar Þór Halldórsson. Helena segir að það hafi hreint ekki verið á dagskránni að segja frá ævi sinni í bók. Nei, því fer víðs fjarri. Ég hafði oft neitað beiðnum um það, enda væri mitt einkalíf bara fyrir mig og yrði ekki gert opinbert. En þegar Óskar Þór Halldórsson geystist inn á gamla vinnustaðinn minn hjá Sjúkratryggingum fyrir nokkrum árum og sagði að nú yrðum við að fara að skrifa um Sjallann og Sjallastemninguna. Þetta var frábært tímabil í sögu Akureyrar og þar sem fáir eru enn til frásagnar um þennan tíma sló ég til og sagðist vilja vera með í því.
Eftir fyrstu heimsókn Óskars Þórs til mín fór mig þó að gruna að skrifin yrðu aðallega um mig og mína sýn á þetta tímabil og reyndar lífið allt!
Nánar er rætt við helenu í prentútgáfu Vikudags