30. október - 6. nóember - Tbl 44
Æskunni og hestinum í Léttishöllinni: Fjölbreytt og skemmileg atriði frá flottum krökkum
Ungir hestamenn frá fjórum hestamannafélögum tóku þátt í sýningunni Æskan og hesturinn sem haldin var í Léttishöllinni á Akureyri að þessu sinni. Vel tókst til og gleðin skein úr hverju andliti. Þátttökufélög voru Léttir, Akureyri, Skagfirðingur í Skagafirði, Hringur á Dalvík og Neisti á Blönduósi.
Þuríður Steindórsdóttir í æskulýðsnefnd Léttis segir að sýningin hafi byrjað á glæsilegri fánareið með þátttöku allra félaga, en Æskan og hesturinn sé fyrir börn og unglinga sem fá kærkomið tækifæri til að sýna listir sýnar á hestabaki. Félögin bjóða gjarnan upp á leikþætti og eru þátttakendur þá á hestbaki.
Hestamannafélagið Neisti með frábæra leikþáttinn Pétur Pan
Alls komu 18 fulltrúar frá Neista á Blönduósi að þessu sinni og buðu upp á leiksýningarnar Pétur Pan og Glimmerdrottningarnar. Skagfirðingur sendi 20 fulltrúa og sýnu þeir hindrunarstökk, fimleika og munsturreið. Frá Hring á Dalvík komu 16 fulltrúar sem sýndu gæðingalist og fljúgandi skeið og þá voru fulltrúar Léttis 18 talsins og buðu upp á tvö atriði, Framtíðin er björt og Dýragarðurinn.
Allir sameinuðust í einu atriðið sem var sýning um skýin, sólina og regnið.
Allt tókst vel
„Það tókst allt mjög vel og gaman að sjá þessa ungu krakka leika listir sýnar af öryggi, þetta var stór hópur og greinilegt að áhugi fyrir hestamennsku er mikill í aldurshópnum. Þetta voru virkilega flottir krakkar,“ segir Þuríður.
Hún sagði að sýningin hefði gengið mjög vel og virkilega gaman að fá svona marga sýnendur á mismunandi aldri og frá fjórum félögum. Atriðin voru fjölbreytt og skemmtilegt „og mjög gaman að sjá hvað þessir ungu krakkar höfum margt fram að færa, en þau voru öll búin að æfa vel fyrir sýninguna. Það er mjög mikilvægt fyrir krakka og foreldra að koma saman á svona viðburð eins og Æskan og hesturinn er, það borða allir saman, spjalla að kynnast,“ segir Þuríður, en í allt með foreldrum og öðrum voru um 200 manns í hópnum sem tók þátt.
Frá fánareið þeirra félaga sem tóku þátt, Léttir, Skagfirðingur, Hringur og Neisti