Aðgengi barna að íþróttastarfi- Stuðningur í skólakerfinu en enginn í tómstundum

Gunnar Már Gunnarsson, Þórarinn Pétursson, Íris Ragnarsdóttir varaformaður stjórnar Þórs,Ágúst Bjarn…
Gunnar Már Gunnarsson, Þórarinn Pétursson, Íris Ragnarsdóttir varaformaður stjórnar Þórs,Ágúst Bjarni Garðarsson, Linda Guðmundsdóttir íþróttafulltrúi Þórs og Sunna Hlín Jóhannesdóttir í heimsókn hjá íþróttafélaginu Þór.

„Það er mikið kappsmál að halda þeim krökkum sem eiga við fjölþættan vanda í virkni, en þá þurfa þau líka á stuðningi að halda og sömuleiðis íþróttafélögin,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir en hún og Gunnar Már Gunnarsson bæjarfulltrúar Framsóknar í bæjarstjórn Akureyrar, óskuðu eftir umræðu á fundi bæjarstjórnar um jafnt aðgengi barna að íþróttastarfi.

Sunna Hlín segir að kveikjan að því að þau fóru að skoða málið nánar hafi verið sú ákvörðun íþróttafélagsins Þórs að starfrækja ekki leikjaskóla í sumar af faglegum ástæðum. Ákvörðunin hafi verið tekin með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. „Við veltum því fyrir okkur hvort við getum sætt okkur við að börn fái stuðning inni í skólakerfinu en engan þegar kemur að tómstundum,“ segir hún.

Starfsfólk Akureyrarbæjar hafi ásamt íþróttahreyfingunni verið að skoða málið og komið fram með hugmynd að tilraunaverkefni til að mæta börnum með fjölþættan vanda í íþróttastarfi. „Við óskum eftir svari við því hvar þetta verkefni er statt í kerfinu, en það átti að leggja fram ítarlega verkáætlun fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð eftir áramót,“ segir Sunna Hlín.

Mjög góður fundur

Fulltrúar Framsóknar óskuðu einnig eftir upplýsingum um hvort einhver vinna sé í gangi undir formerkjum samfelldur virknidagur barna og eins lögðu þau fram fyrirspurn um hvort fræðslu- og lýðheilsuráð hefði tekið til umræða framvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum í þágu barna, en þar eru lagaðar til breytingar á íþróttalögum sem munu hafa töluverð áhrif á skyldur og eftirlit íþróttafélaganna.

Sunna Hlín segir að bæjarfulltrúar og þingmenn Framsóknar hafi heimsótt íþróttafélagið Þór á dögunum til að ræða málin og nýja frumvarpið, „og skemmst er frá því að segja að þetta var mjög góður fundur,“ segir hún. Eftir samtal við Ásmund Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafi komið fram mikill áhugi á að þróa þessa vinnu áfram og hugsanlega koma á tilraunaverkefni sem tæki á vandanum. „Það yrði verkefni sem myndi marka tímamóti í þjónustu við börn í íþróttastarfi.“

 

Nýjast