690 ár í kvenfélagi

Þrjú kvenfélög eru starfandi í Eyjafjarðarsveit.  Mynd. Kvenfélagið Hjálpin
Þrjú kvenfélög eru starfandi í Eyjafjarðarsveit. Mynd. Kvenfélagið Hjálpin

Þrjú kvenfélög eru starfandi í Eyjafjarðarsveit og hittust konur innan þeirra á óformlegum en mjög skemmtilegum fundi nýverið. Þar röðuðu konur sér upp eftir því hvað þær höfðu starfað lengi í kvenfélagi. 

Stysti starfsaldur konu sem mætti var þrjú á en þær tvær sem lengst hafa starfað höfðu verið í kvenfélagi í 63 ár. Það voru þær Vilborg Guðrún Þórðardóttir og Guðrún Finnsdóttir, báðar í kvenfélaginu Öldunni. Auk Öldunnar starfa kvenfélögin Hjálpin og Iðunn í sveitarfélaginu.

 Allt í allt, þegar starfsaldur allra kvenna í félögunum þremur var lagður saman kom í ljós að þær höfðu starfað samtals í 690 ár. 

 Meðaltalið var 30 ár, þ.e. sem konur sem mættu höfðu starfað með kvenfélagi, „og okkur fannst það mjög skrýtið því við erum flestar bara rétt rúmlega það,“ segir Auður Thorberg sem starfar í Hjálpinni. „Það er mikil gleði og viska innan hópsins og ómælt vinnuframlag til samfélagins sem liggur að baki þessum starfsárum.“ Allt í allt þegar starfsaldur allra kvenna í félögunum þremur var lagður saman kom í ljós að þær höfðu starfað samtals í 690 ár.

Nýjast