Þetta verður alvöru hret
Það er hreint út sagt skítaveður á Norðurlandi eins og spár höfðu boðað, vefurinn hafði samband við sérlegan veðurfræðinga okkar Óla Þór Árnason sem er veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Gefum Óla orðið.
,,Þetta verður alvöru hret, ég tala ekkert um þetta sýnishorn sem núna er og verður þar til það brestur fyrir alvöru.
Í nótt kemur inná norðaustanvert landið hvass norðvestan strengur með talsverðri úrkomu og má búast við úrkoman verði á jafnt fljótandi sem föstu formi. Næst sjávarmáli verður þetta ýmist rigning eða slydda en ekki þarf að fara nema 100 metra eða svo yfir sjávarmál áður en úrkoman fellur sem snjókoma.
Í fyrramálið (þriðjudagsmorgun) verður veðrið komið yfir allt Norðurland og mun það ná vestur undir Strandir og suður með Austfjörðum ásamt því að suðaustantil verður enn hvassara en á Norðurlandi, en á móti verður mun minni úrkoma þar.
Á morgun, þriðjudag og eins á miðvikudag er litla breytingu að sjá, þó dregur heldur úr vindi og úrkomu inn á milli, en vissara er að ana ekki útí óvissuna þar sem veðrið er hvergi nærri búið.
Eins gæti hitinn skriðið upp um u.þ.b gráðu eða tvær yfir hádaginn og myndi því rigna eitthvað hærra yfir hádaginn.
Á fimmtudag er svo útlit fyrir að enn ein bylgjan komi inn á norðanvert landið, spár benda til að talsverð eða mikil úrkoma geti fylgt henni og eins gera spár að aðeins hitni líka,en hvort að rigni í 100, 200 eða 300 metra hæð yfir sjó breytir ekki því að það mun snjóa á öllum fjallvegum og inná milli niður undir sjávarmál svo að þeir sem eru veðurháðir ættu að drífa sig í að koma því í skjól sem hægt er og vera viðbúnir að þetta standi fram á föstudag.
Þá benda spár að dragi mikið úr vindi og ofankomu en það mun taka einhvern tíma fyrir alla þessa úrkomu að skila sér til sjávar aftur.“
Hreint skítaveður sem við okkur blasir!
Óli Þór Árnason veðurfræðingur á vakt!