„Þetta var ást við fyrstu sýn“
Tamas Kaposi er 29 ára gamall ungverskur blakmaður sem ráðinn var sem þjálfari blakdeildar Völsungs í sumar. Hann hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari og hefur orðið ungverskur meistari með sínu félagsliði nokkrum sinnum bæði sem leikmaður og þjálfari og á að baki leiki með ungverska landsliðinu. Hann kemur frá Sümeg í Ungverjalandi sem er þekktur ferðamannabær. Það er stór kastali sem er mjög vinsæll hjá ferðamönnum,“ segir hann. Tamas er íþróttamaður vikunnar.