Heiður að snúa aftur í landsliðið
Þar sem mestallt íþróttalíf liggur niðri vegna samkomutakmarkana dustum við rykið af dálknum Íþróttamaður vikunnar og nú er það Oddur Gretarsson handboltamaður sem situr fyrir svörum. Hann var nýlega valinn í landsliðið á nýjan leik en hann spilaði síðast með liðinu á EM í Serbíu árið 2012. Oddur spilar með HBW Balingen-Weilstettan í Þýskalandi en lék með Akureyri Handboltafélagi um árabil áður en hann hélt út í atvinnumennskuna. Oddur er Íþróttamaður vikunnar og svarar hér nokkrum..