Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti sl. helgi þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Í henni er gert ráð fyrir því að sveitarfélögum muni fækka verulega fyrir árið 2022 og enn frekar fyrir árið 2028. Sveitarfélög sem ekki ná 1000 íbúum eigi síðar en árið 2026 verður skylt að sameinast öðru sveitarfélagi, eða sveitarfélögum. Nokkur sveitarfélög í Eyjafirði ná ekki lágmarks íbúafjölda. Þar á meðal eru sveitarfélögin Grýtubakkahreppur og Svalbarðsströnd. Í blaðinu er rætt við sveitarstjóra beggja sveitarfélaga.
-Þá er rifjuð upp sú hugmynd Akureyrarbæjar árið 2017 að óska eftir samstarfi við önnur sveitarfélög í Eyjafirði um að gera fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaganna í eitt sveitarfélag. Um var að ræða sameiningu sjö sveitarfélaga.
-Myndlistarmaðurinn Eiríkur Arnar Magnússon opnaði nýverið sýninguna sýna Turnar. Hann útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og á að baki fimm einkasýningar og hefur tekið þátt í 13 samsýningum á Íslandi, í Eistlandi og Portúgal. Vikudagur fékk Eirík Arnar í nærmynd.
-LÝSA – Rokkhátíð samtalsins fór fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri sl. helgi. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt og voru viðburðir um 50 talsins. Daníel Starrason var á staðnum og myndaði stemmninguna.
-Björn Grétar Baldursson er matgæðingur vikunnar og kemur með tvær gómsætar uppskriftir í blaðinu.
-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Strandgötu 13.
-Fulltrúar frá Lady Circle klúbbi 15 afhentu nýverið fæðingardeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri afrakstur Mömmur og möffins söfnunarinnar frá verslunarmannahelginni. Alls hafa Mömmur og möffins fært fæðingardeildinni á SAk tæpar sex milljónir frá árinu 2010.
-Sportið er á sínum stað þar sem fótbolti, handbolti og körfubolti koma við sögu.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is