Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Landsþing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga samþykkti sl. helgi þings­álykt­un­ar­til­lögu um stefnu­mót­andi áætl­un í mál­efn­um sveit­ar­fé­laga. Í henni er gert ráð fyr­ir því að sveit­ar­fé­lög­um muni fækka veru­lega fyr­ir árið 2022 og enn frek­ar fyr­ir árið 2028. Sveitarfélög sem ekki ná 1000 íbúum eigi síðar en árið 2026 verður skylt að sameinast öðru sveitarfélagi, eða sveitarfélögum. Nokkur sveitarfélög í Eyjafirði ná ekki lágmarks íbúafjölda. Þar á meðal eru sveitarfélögin Grýtubakkahreppur og Svalbarðsströnd. Í blaðinu er rætt við sveitarstjóra beggja sveitarfélaga.

-Þá er rifjuð upp sú hugmynd Akureyrarbæjar árið 2017 að óska eftir samstarfi við önnur sveitarfélög í Eyjafirði um að gera fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaganna í eitt sveitarfélag. Um var að ræða sameiningu sjö sveitarfélaga.

-Myndlistarmaðurinn Eiríkur Arnar Magnússon opnaði nýverið sýninguna sýna Turnar. Hann útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og á að baki fimm einkasýningar og hefur tekið þátt í 13 samsýningum á Íslandi, í Eistlandi og Portúgal. Vikudagur fékk Eirík Arnar í nærmynd.

-LÝSA – Rokkhátíð samtalsins fór fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri sl. helgi. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt og voru viðburðir um 50 talsins. Daníel Starrason var á staðnum og myndaði stemmninguna.

-Björn Grétar Baldursson er matgæðingur vikunnar og kemur með tvær gómsætar uppskriftir í blaðinu.

-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Strandgötu 13.

-Fulltrúar frá Lady Circle klúbbi 15 afhentu nýverið fæðingardeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri afrakstur Mömmur og möffins söfnunarinnar frá verslunarmannahelginni. Alls hafa Mömmur og möffins fært fæðingardeildinni á SAk tæpar sex milljónir frá árinu 2010.

-Sportið er á sínum stað þar sem fótbolti, handbolti og körfubolti koma við sögu.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

 

Nýjast