Viðgerðir við Sundlaug Húsavíkur

Eins og kunnugt er hefur öllum sundstöðum á landinu verið lokað vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda og er Sundlaugin á Húsavík þar engin undantekning. Tíminn hefur verið nýttur til þarfra verka en viðgerði á snjóbræðslulögnum við inngang sundlaugarinnar stendur nú yfir. Lögnin var einfaldlega ónýt, með tilheyrandi slysahættu eins og í ljós kom síðasta vetur. Lagnirnar voru einfaldlega stíflaðar þannig að það var aðeins eitt í stöðunni en það var að setja niður nýja hitalögn. Þá þarf maður einfaldlega að stroka út það sem er á blaðinu og byrja upp á nýtt,“ segir Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta og tómstundafulltrúi Norðurþings í samtali við Vikublaðið. Þá segir hann að tröppur við húsið hafi verið brotnar upp fyrir um tveimur árum síðan til að reyna komast fyrir vandann en það hafi ekki borið tilætlaðan árangur.

Það var kjörið tækifæri að ráðast í þetta núna í þessum lokunum ekki síst af því að við misstum af tækifærinu í síðustu lokun og ekki spillir fyrir að tíðin er góð. Þessar framkvæmdir hefðu ekki verið mögulegar síðasta vetur þegar snjóþungt var. Vonandi verðum við búin að þessu áður en við opnum. En ef ekki þá verður tímabundin innganga um kjallara hússins,“ segir Kjartan.

Þá er einnig verið að vinna að viðgerðum við nuddpottinn. „Þar er einhver stífla í frárennsli sem hefur gert það að verkum að vatn hefur stöku sinnum flætt upp úr pottinum með tilheyrandi klakamyndun.“

Nýjast