Valkvæðar aðgerðir hefjast á ný

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri.

Í ljósi breyttra fyrirmæla landlæknis sem ráðherra hefur samþykkt og þess að kórónuveirufaraldurinn virðist vera að dvína á nærsvæðinu hefur verið ákveðið að hefja aftur valaðgerðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) í dag, mánudaginn 16. nóvember. Sama gildir um aðra valþjónustu, þ.m.t. göngudeildarþjónustu.

Þetta kemur fram á vef sjúkrahússins. Þar segir í pistli Bjarna Jónassonar forstjóra SAk að mikilvægt sé að taka upp þráðinn á ný en jafnframt sé ljóst að nokkurn tíma taki að vinna niður þá biðlista sem óhjákvæmilega hafa lengst vegna þessa ástands. Um 75-80 aðgerðum þurfti að fresta þessa daga auk röskunar á göngudeildarstarfseminni.

Nýjast