13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Umferðaróhöpp í vetrarfærðinni
Sjö minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið innanbæjar á Akureyri í dag. Mikið snjóaði á Akureyri í nótt og hálka er á götum bæjarins. Að sögn lögreglunnar hafa engin meiðsl orðið á fólki en talsvert tjón á bílum. Frá þessu er greint á vef Rúv.
Langar biðraðir hafa myndast við dekkjaverkstæði bæjarins en snjó hefur kyngt niður frá því í nótt. Lögreglu hafa borist nokkrar kvartanir vegna kyrrstæðra bíla í götum nærri dekkjaverkstæðum bæjarins en unnið er að því að greiða úr þeim málum, að sögn lögreglu, segir ennfremur á vef Rúv.
Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi svo frá sér tilkynningu þar sem segir að ökumenn verð ekki sektaðir fyrir notkun nagladekkja í dag þrátt fyrir að aðeins megi nota þau frá 1. nóvember til 14. apríl ár hvert. Sektir vegna notkunar nagladekkja utan þessa eru nú 20 þúsund krónur á hvert dekk.