Um 65 tilkynningar um tjón vegna rafmagnstruflana á Akureyri

Um 65 tilkynningar um tjón á Akureyri vegna truflana í flutningskerfi Landsnets í byrjun október haf…
Um 65 tilkynningar um tjón á Akureyri vegna truflana í flutningskerfi Landsnets í byrjun október hafa borist til Norðurorku Mynd No

„Tjónstilkynningum heldur áfram að fjölga en þær eru nú orðnar rétt í kringum sextíu hér á Akureyri,“ segir Gunnur Ýr Stefánsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu forstjóra Norðurorku en fyrirtækið tekur við tilkynningum um tjón sem urðu á Akureyri vegna truflana í flutningskerfi Landsnets 2. október síðastliðinn. Rarik heldur utan um tjónstilkynningar utan Akureyrar.

Gunnur Ýr segir ljóst að atvikið sé umfangsmikið í heild, Norðurorka hafi milligöngu um tjónamál á sínu svæði en tjón varð víðar um norðan og austanvert landið.  Landsnet mun meta hvert mál fyrir sig og senda áfram til síns tryggingarfélags sem vinnur málið áfram og klárar bótakröfuna.

Vinnum eins hratt og mögulegt er

Hún segir því ekki ljóst nú hvenær viðskiptavinir Norðurorku megi eiga vona á að fá svar um hvort tjón þeirra sé bótaskylt, „ en þangað til höfum við ráðlagt okkar viðskiptavinum að geyma amk kvittanir vegna þess kostnaðar sem þeir hafa orðið fyrir vegna þessa. Við getum ekki útilokað að tryggingafélagið sem metur upphæð tjónsins, muni óska eftir því að fá til sín kvittanir eða þau rafmagnstæki sem hafa orðið fyrir tjóni,“ segir Gunnur Ýr.  Markmið Norðurorku sé að vinna málin eins hratt og mögulegt er og sé það gert í samvinnu við Landsnet.

Hún segir að um mismunandi tjón sé að ræða, að stærð og gerð og dreifist þau um allan bæinn.  „Þetta eru aðallega tjón á heimilistækjum, svo sem á bakaraofnum, þvottavélum og þurrkurum, sjónvörpum og einnig eru dæmi um gólfhitadælu og ljósabúnað.

Nýjast