13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Þurr nóvember á Akureyri
Úrkoman á Akureyri hefur verið með fádæmum lítil í nóvember. Bendir allt til þess að úrkoman á Akureyri í nóvember verði sú næstminnsta frá því mælingar hófust fyrir tæpri öld, eða árið 1927. Greint var frá þessu í Morgunblaðinu.
Samkvæmt upplýsingum frá Trausta Jónssyni veðurfræðingi hefur úrkoman það sem af er nóvember mælst 4,6 millimetrar. Þetta er nærri Akureyrarmetinu frá 1952, sem er 3,0 millimetrar.